Það þarf að opna augu fólks - "Við erum sem betur fer ekki öll eins“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. nóvember 2013 23:03 "Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. „Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún. Reykjavík Trúmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira