Fótbolti

Þórarinn og Guðmundur áfram í norsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sarpsborg 08 tryggði í dag áframhaldandi veru í norsku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Ranheim í umspilseinvígi liðanna um úrvalsdeildarsæti.

Sarpsborg 08 vann samanlagðan 3-0 sigur í viðureignunum tveimur en liðið endaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í vor og þurfti því að fara í umspilseinvígið gegn Ranheim.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Sarpsborg að venju en hann er eini leikmaður liðsins sem spilaði alla 32 deildarleiki tímabilsins í byrjunarliðinu.

Hann tognaði þó aftan í læri snemma í seinni hálfleik og þurfti þá að fara af velli. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom inn á sem varamaður fyrir Guðmund á 53. mínútu.

Tromsö og Hönefoss féllu úr úrvalsdeildinni nú í haust en Bodö/Glimt og Stabæk komust upp úr B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×