Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 29-21 | HK sá ekki til sólar Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 7. nóvember 2013 09:59 Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira