Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 09:41 Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira