Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 09:41 Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira