Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 09:41 Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira