Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 26. október 2013 00:01 ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti