Formúla 1

Vettel: Mun meiri munur á ökumönnum hér áður fyrr

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sebastian Vettel
Sebastian Vettel nordicphotos / getty
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur nú svarað kollega sínum Lewis Hamilton en sá síðarnefndi sagði í viðtali á dögunum að yfirburðir Vettel í Formúlu 1 hefði gert íþróttina heldur óáhugaverð.

„Ég er ekki sammála þessum vangaveltum,“ sagði Vettel.

„Það var einn kappakstur í Singapore sem var ekki spennandi, en það var algjör undantekning. Fyrir utan það mót hef ég þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri. Það munaði aðeins nokkrum sekúndum á mér og næsta manni allt síðasta mót en fyrir áratugi var oft munurinn um 30 sekúndur.“

Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Japan um helgina og verður það fjórða árið í röð sem hann hirðir þann titil.

„Það eru vissulega góðar líkur á því að ég verði heimsmeistari um næstu helgi og auðvitað mun ég gera mitt besta.“

„Þetta er skemmtileg braut í Japan og væri gaman að tryggja sér titilinn þar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×