Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2013 19:08 Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira