Teitur: Góður tími fyrir Ísland að mæta Noregi Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 13. október 2013 20:52 Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira