Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 5. október 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira