Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan Sigmar Sigfússon skrifar 9. október 2013 11:13 mynd/vilhelm Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira