Handbolti

Rúnar fer líklega ekki með landsliðinu til Austurríkis

Rúnar í leik með Grosswallstadt.
Rúnar í leik með Grosswallstadt.
Ólíklegt er að skyttan örvhenta, Rúnar Kárason, verði með íslenska landsliðinu er það kemur saman í Austurríki í lok mánaðarins.

Landsliðið kemur saman til æfinga þann 28. október og mun æfa og síðan spila vináttulandsleiki við Austurríki.

Unnusta Rúnars, Sara Sigurðardóttir, er ólétt og er von á erfingjanum þann 30. október.

"Þetta er erfið staða. Ég vil æfa og spila með landsliðinu. Halda áfram að stimpla mig inn. Að sama skapi vil ég að sjálfsögðu ekki missa af fæðingu míns fyrsta barns," sagði Rúnar við Vísi.

"Aron landsliðsþjálfari er búinn að ræða við mig og hefur fullan skilning á minni stöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×