Ásgerður: Frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 13:15 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með hinum Stjörnustelpunum í landsliðinu. Mynd/Valli Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira