Ásgerður: Frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 13:15 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með hinum Stjörnustelpunum í landsliðinu. Mynd/Valli Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira