Yfirborð sjávar gæti hækkað um metra á næstu 90 árum Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 12:07 Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum Mynd/Fréttablaðið Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira