Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 19:30 Andy Johnston er nýr þjálfari Keflavíkur. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld. Keflvíkingar eru greinilega til alls líklegir undir stjórn Bandaríkjamannsins Andy Johnston sem tók við liðinu af Sigurði Ingimundarsyni fyrir tímabilið. Darrel Keith Lewis skoraði 22 stig fyrir Keflavík, Michael Craion var með 18 stig og 12 fráköst, Ragnar Albertsson skoraði 11 stig, Valur Orri Valsson kom inn af bekknum með 10 stig og 11 stoðsendingar og Magnús Þór Gunnarsson var með 10 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 12 stig fyrir Snæfell, Stefán Karel Torfason var með 11 stig og 9 fráköst og Zachary Warren skoraði 11 stig og gaf 7 stoðsendingar. Keflvíkingar tóku öll völd strax í byrjun leiks, liðið komst í 28-8 og var 30-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Michael Craion (12) og Darell Lewis (19) voru saman með 22 stig fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflavík var síðan 28 stigum yfir í hálfleik, 58-39, og löngu ljóst að Keflvíkingar voru að fara í úrslitaleikinn. Snæfell skoraði átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náði að minnka muninn niður í 22 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-53. Keflavík gaf hinsvegar ekki meira eftir og kláraði leikinn með sannfærandi hætti. Snæfellingar þurfa því heldur betur að taka til hjá sér fyrir fyrstu umferð Dominos-deildarinnar.Keflavík-Snæfell 96-70 (30-12, 28-18, 17-23, 21-17)Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/6 fráköst, Michael Craion 18/12 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 11, Valur Orri Valsson 10/11 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 10, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Andri Daníelsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Zachary Jamarco Warren 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 11/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 9, Jón Ólafur Jónsson 7, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld. Keflvíkingar eru greinilega til alls líklegir undir stjórn Bandaríkjamannsins Andy Johnston sem tók við liðinu af Sigurði Ingimundarsyni fyrir tímabilið. Darrel Keith Lewis skoraði 22 stig fyrir Keflavík, Michael Craion var með 18 stig og 12 fráköst, Ragnar Albertsson skoraði 11 stig, Valur Orri Valsson kom inn af bekknum með 10 stig og 11 stoðsendingar og Magnús Þór Gunnarsson var með 10 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 12 stig fyrir Snæfell, Stefán Karel Torfason var með 11 stig og 9 fráköst og Zachary Warren skoraði 11 stig og gaf 7 stoðsendingar. Keflvíkingar tóku öll völd strax í byrjun leiks, liðið komst í 28-8 og var 30-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Michael Craion (12) og Darell Lewis (19) voru saman með 22 stig fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflavík var síðan 28 stigum yfir í hálfleik, 58-39, og löngu ljóst að Keflvíkingar voru að fara í úrslitaleikinn. Snæfell skoraði átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náði að minnka muninn niður í 22 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-53. Keflavík gaf hinsvegar ekki meira eftir og kláraði leikinn með sannfærandi hætti. Snæfellingar þurfa því heldur betur að taka til hjá sér fyrir fyrstu umferð Dominos-deildarinnar.Keflavík-Snæfell 96-70 (30-12, 28-18, 17-23, 21-17)Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/6 fráköst, Michael Craion 18/12 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 11, Valur Orri Valsson 10/11 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 10, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Andri Daníelsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Zachary Jamarco Warren 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 11/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 9, Jón Ólafur Jónsson 7, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira