Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 22-22 | Svaka endurkoma HK Benedikt Grétarsson í Digranesi skrifar 19. september 2013 19:00 Boðið var upp á háspennu í Digranesi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik þegar HK og FH skildu jöfn 22-22 eftir æsispennandi lokamínútur. Staðan í hálfleik var 13 -16, gestunum úr Hafnarfirði í vil. Miklar mannabreytingar hafa orðið á liði HK en ungir leikmenn Kópavogsliðsins börðust eins og grenjandi ljón gegn reynslumiklu liði FH og uppskáru stig fyrir vikið. FH var fimm mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka (21-16) en það voru FH-ingar sem skoruðu á endanum jöfnunarmarkið eftir frábæran lokakafla HK-inga þar sem Kópavogsliðið skoraði sex mörk mörk í röð. Fyrir leik liðanna var búist við þægilegu kvöldi hjá sterku liði FH gegn óreyndum Kópavogsdrengjum. Heimamenn blésu á alla slíka spádóma og börðust grimmilega. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í fyrri hálfleik en varnarmenn liðanna virtust ennþá vera staddir í sumarfríi. FH lét boltann ganga ágætlega og vörn heimamanna var oft skrefinu á eftir. Hafnfirðingar lentu að sama skapi í miklu basli með HK-inga í vörninni, sér í lagi Atla Karl Bachmann sem hreinlega labbaði í gegnum vörnina og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Ágætur sprettur FH í lok fyrri hálfleiks skilaði liðinu þriggja marka forystu, 13-16 en það sást á svip leikmanna FH að þeir voru ekki sáttir við eigin frammistöðu þrátt fyrir forskotið. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og FH hélt 2-3 marka forystu. Góður kafli gestanna kom þeim í þægilega stöðu um miðjan síðari hálfleik og komust mest í fimm marka forystu, 16-21. Þarna héldu margir að reynslumikið lið FH væri að slíta sig frá HK en sú varð aldeilis ekki raunin. Heimamenn náðu ótrúlegum kafla og skoruðu næstu sex mörk. HK skyndilega komið með forystu, 22-21 og þakið að rifna af húsinu. FH skoraði ekki mark í um 13 mínútur og voru hreinlega ráðvilltir inni á vellinum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Atli Rúnar Steinþórsson skoraði jöfnunarmark FH þegar um mínuta var eftir af leiknum og HK hélt í sókn. Eyþór Magnússon reyndi langskot sem Daníel varði og sénsinn var kominn í hendur gestanna. Fyrrum leikmaður HK, Valdimar Fannar Þórsson, reyndi skot þegar um 11 sekúndur voru til leiksloka en setti boltann yfir markið. HK átti því möguleika að stela báðum stigunum en FH-ingar komu framarlega á völlinn og trufluðu aðgerðir heimamanna nógu mikið til að leikurinn endaði með jafntefli. HK kom eflaust mörgum á óvart í kvöld með góðum leik. Daníel Berg Grétarsson spilaði frábærlega og markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson setti upp sýningu í síðari hálfleik og varði meðal annars þrjú vítaköst. Hjá FH var Daníel virkilega góður í markinu og Einar Rafn Eiðsson var öflugur á meðan hans naut við en Einar snéri sig á ökkla í síðari hálfleik og gat ekki klárað leikinn. Samúel: Hló að þessari spá„Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir komu í þennan leik og börðust allan tímann. Við vorum á köflum klaufar í vörninni og Bjössi var ekki að finna sig í fyrri hálfleik. Ég velti því fyrir mér að skipta honum út en sem betur fer gerði ég það ekki og hann var frábær í síðari hálfleik. Hann fékk sex mörk á sig í seinni hálfleik, sem er bara nokkuð vel af sér vikið, “ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, brosandi eftir leikinn. HK var spáð falli en þjálfarinn gaf lítið fyrir slíka spádóma. „Við misstum auðvitað marga sterka leikmenn og þannig lagað get ég svo sem skilið að menn spái okkur falli. Ég hló nú samt inni í mér þegar ég sá þessa spá og vissi að við gætum notað þetta til að mótivera okkur og sýna öllum að við erum ekki lélegasta liðið í deildinni.“ Einar Andri: Vantaði drápseðliðEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, segir sína menn hafa spilað vel í 45 mínútur en misst einbeitingu. „Við erum komnir með góða stöðu, komnir fimm mörkum yfir en þá kemur einhver óútskýrð værukærð yfir menn. Svo þegar forskotið fer að minnka, þá fara mínir menn að hafa áhyggjur og vantar þetta drápseðli til að klára leikinn.“ „Ég var þokkalega ánægður með fyrstu 45 mínúturnar hjá okkur en ef að allt hefði verið eðlilegt, þá hefðum við nú átt að nýta þessi víti okkar, komast í 7-8 marka forystu og klára leikinn. Við vorum einfaldlega langt frá okkar besta í vörn og sókn og þurfum að gera betur.“ Daníel Berg: Hef alltaf verið gargandi á vellinum„Ég þekki Einar Andra þjálfara FH vel og ég veit að hann hefur undirbúið sitt lið undir erfiðan leik. Ég held að þeir hafi svo sem alveg vitað að þeir væru ekkert að fara að labba yfir okkur hérna í Digranesinu,“ sagði glaðbeittur Daníel Berg Grétarsson eftir leikinn. Daníel átti frábæran leik og er kominn í það hlutverk að vera reynsluboltinnn í liðinu, þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall. „Ég hef svo sem alltaf verið gargandi inn á vellinum og hef haldið að það væri mitt hlutverk. Núna er ég næst elstur, þrátt fyrir ungan aldur en það er bara gaman að vera með ábyrgð og geta talað við strákana inni á vellinum.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Boðið var upp á háspennu í Digranesi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik þegar HK og FH skildu jöfn 22-22 eftir æsispennandi lokamínútur. Staðan í hálfleik var 13 -16, gestunum úr Hafnarfirði í vil. Miklar mannabreytingar hafa orðið á liði HK en ungir leikmenn Kópavogsliðsins börðust eins og grenjandi ljón gegn reynslumiklu liði FH og uppskáru stig fyrir vikið. FH var fimm mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka (21-16) en það voru FH-ingar sem skoruðu á endanum jöfnunarmarkið eftir frábæran lokakafla HK-inga þar sem Kópavogsliðið skoraði sex mörk mörk í röð. Fyrir leik liðanna var búist við þægilegu kvöldi hjá sterku liði FH gegn óreyndum Kópavogsdrengjum. Heimamenn blésu á alla slíka spádóma og börðust grimmilega. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í fyrri hálfleik en varnarmenn liðanna virtust ennþá vera staddir í sumarfríi. FH lét boltann ganga ágætlega og vörn heimamanna var oft skrefinu á eftir. Hafnfirðingar lentu að sama skapi í miklu basli með HK-inga í vörninni, sér í lagi Atla Karl Bachmann sem hreinlega labbaði í gegnum vörnina og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Ágætur sprettur FH í lok fyrri hálfleiks skilaði liðinu þriggja marka forystu, 13-16 en það sást á svip leikmanna FH að þeir voru ekki sáttir við eigin frammistöðu þrátt fyrir forskotið. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og FH hélt 2-3 marka forystu. Góður kafli gestanna kom þeim í þægilega stöðu um miðjan síðari hálfleik og komust mest í fimm marka forystu, 16-21. Þarna héldu margir að reynslumikið lið FH væri að slíta sig frá HK en sú varð aldeilis ekki raunin. Heimamenn náðu ótrúlegum kafla og skoruðu næstu sex mörk. HK skyndilega komið með forystu, 22-21 og þakið að rifna af húsinu. FH skoraði ekki mark í um 13 mínútur og voru hreinlega ráðvilltir inni á vellinum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Atli Rúnar Steinþórsson skoraði jöfnunarmark FH þegar um mínuta var eftir af leiknum og HK hélt í sókn. Eyþór Magnússon reyndi langskot sem Daníel varði og sénsinn var kominn í hendur gestanna. Fyrrum leikmaður HK, Valdimar Fannar Þórsson, reyndi skot þegar um 11 sekúndur voru til leiksloka en setti boltann yfir markið. HK átti því möguleika að stela báðum stigunum en FH-ingar komu framarlega á völlinn og trufluðu aðgerðir heimamanna nógu mikið til að leikurinn endaði með jafntefli. HK kom eflaust mörgum á óvart í kvöld með góðum leik. Daníel Berg Grétarsson spilaði frábærlega og markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson setti upp sýningu í síðari hálfleik og varði meðal annars þrjú vítaköst. Hjá FH var Daníel virkilega góður í markinu og Einar Rafn Eiðsson var öflugur á meðan hans naut við en Einar snéri sig á ökkla í síðari hálfleik og gat ekki klárað leikinn. Samúel: Hló að þessari spá„Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir komu í þennan leik og börðust allan tímann. Við vorum á köflum klaufar í vörninni og Bjössi var ekki að finna sig í fyrri hálfleik. Ég velti því fyrir mér að skipta honum út en sem betur fer gerði ég það ekki og hann var frábær í síðari hálfleik. Hann fékk sex mörk á sig í seinni hálfleik, sem er bara nokkuð vel af sér vikið, “ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, brosandi eftir leikinn. HK var spáð falli en þjálfarinn gaf lítið fyrir slíka spádóma. „Við misstum auðvitað marga sterka leikmenn og þannig lagað get ég svo sem skilið að menn spái okkur falli. Ég hló nú samt inni í mér þegar ég sá þessa spá og vissi að við gætum notað þetta til að mótivera okkur og sýna öllum að við erum ekki lélegasta liðið í deildinni.“ Einar Andri: Vantaði drápseðliðEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, segir sína menn hafa spilað vel í 45 mínútur en misst einbeitingu. „Við erum komnir með góða stöðu, komnir fimm mörkum yfir en þá kemur einhver óútskýrð værukærð yfir menn. Svo þegar forskotið fer að minnka, þá fara mínir menn að hafa áhyggjur og vantar þetta drápseðli til að klára leikinn.“ „Ég var þokkalega ánægður með fyrstu 45 mínúturnar hjá okkur en ef að allt hefði verið eðlilegt, þá hefðum við nú átt að nýta þessi víti okkar, komast í 7-8 marka forystu og klára leikinn. Við vorum einfaldlega langt frá okkar besta í vörn og sókn og þurfum að gera betur.“ Daníel Berg: Hef alltaf verið gargandi á vellinum„Ég þekki Einar Andra þjálfara FH vel og ég veit að hann hefur undirbúið sitt lið undir erfiðan leik. Ég held að þeir hafi svo sem alveg vitað að þeir væru ekkert að fara að labba yfir okkur hérna í Digranesinu,“ sagði glaðbeittur Daníel Berg Grétarsson eftir leikinn. Daníel átti frábæran leik og er kominn í það hlutverk að vera reynsluboltinnn í liðinu, þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall. „Ég hef svo sem alltaf verið gargandi inn á vellinum og hef haldið að það væri mitt hlutverk. Núna er ég næst elstur, þrátt fyrir ungan aldur en það er bara gaman að vera með ábyrgð og geta talað við strákana inni á vellinum.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti