Sport

Edda og Siggi Raggi í skemmtilegu myndbandi

Edda og Ólína Viðarsdóttir sýna góðan leik í myndbandinu.
Edda og Ólína Viðarsdóttir sýna góðan leik í myndbandinu.
„Hann Andri er auðvitað sjóðheitur. Þvílíkur gaur. Ef ég væri ekki fyrir sama kyn þá væri hann klárlega inn í myndinni hjá mér,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum landsliðskona og leikmaður Vals, en hún á stórleik í skemmtilegu myndbandi frá Öryrki.is.

Frá árinu 2004 hafa verið gerð myndbönd á þessari síðu en þeim er ætlað að bæta ímynd hreyfihamlaðra. Myndböndin eru jákvæð og skemmtileg. Aldrei langt í húmorinn.

Það er Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sem er aðalbakhjarl verkefnisins undanfarin ár.

Til þess að gefa eitthvað til baka ákvað Andri Valgeirsson, einn meðlimur Öryrki.is hópsins, að rúlla sér 10 km Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Sjálfsbjörgu og hefur hann gert það síðan 2011.

Myndbandið hér að neðan er afar hressandi en þar koma margir þjóðþekktir einstaklingar fram. Þar á meðal Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari, en hann fékk kaldar kveðjur frá Eddu fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×