Íslenski boltinn

„Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“

Þóra Björg Helgadóttir.
Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Ernir
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt.

Þóra segir í svari við fyrirspurn vefsíðunnar 433.is að leikmennirnir fjórir hafi ákveðið að birta ekki bréfið „og taka ekki þátt í þessum leik KSÍ. Það er meginregla að greina ekki frá samskiptum liðsins og við værum ekki að sýna liðinu virðingu með því," segir í svari Þóru Bjargar.

Fréttablaðið fjallað um málið á laugardaginn þar sem meðal annars leikmennirnir sem skrifuðu bréfið umtalaða voru nafngreindir. Í kjölfarið steig Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson, eiginmaður landsliðsfyrirliðans fyrrverandi Katrínar Jónsdóttur, fram og hvatti leikmennina til að birta bréfið.

„Tilgangur KSÍ er mér gjörsamlega óljós og það er ljóst að það er ekki hagur kvennalandsliðsins," segir Þóra jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×