Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar hættur með kvennalandsliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í knattspyrnu.

Sigurður fór með liðið í tvígang á stórmót og náði besta árangri allra þjálfara sem hafa verið með liðið.

Þjálfarinn tók við liðinu í árslok 2006 og var því tæplega sjö ár þjálfari íslenska landsliðsins. Sigurður Ragnar stýrði liðinu í 78 leikjum og skilaði frábæru starfi til KSÍ.

Í yfirlýsingu frá KSÍ vill sambandið þakka Sigurði Ragnari fyrir frábært starf með liðið á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×