Íslenski boltinn

Boðið að halda áfram með kvennalandsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu undanfarin sjö ár.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu undanfarin sjö ár. Mynd/Valli
Sigurði Ragnari Eyjólfssyni stendur til boða að halda áfram í starfi sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Samningur Sigurðar rann út að loknu Evrópumóti kvennalandsliða í Svíþjóð sem fram fór á dögunum. Þar komst íslenska liðið í átta liða úrslitin.

„Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að bjóða Sigurði Ragnari að halda áfram með liðið. Það er nú í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að semja við hann," sagði Geir Þorsteinsson í beinni línu á DV.is í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×