Íslenski boltinn

Ríkharður: Nýttum þau færi sem við fengum

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það er frábær tilfinning að fara kominn í úrslitaleikinn, þetta er sérstakur leikur og gaman að taka þátt í honum,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir að liðið hafði unnið Breiðablik í undanúrslitum Borgunarbikarsins, 2-1, en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í dag.

„Við vorum virkilega góðir í fyrri hálfleiknum. Liðið varðist vel og gaf fá færi á sér. Sköpuðum okkur færi sem við náðum að nýta.“

„Við vorum í góðri stöðu í hálfleik en ég sagði við strákana inn í klefa að leikurinn væri bara hálfnaður og menn urðu að halda vel á spöðunum í þeim síðari.“

„Það var alveg vitað að þetta yrði erfiður leikur og ég er gríðarlega ánægður með það hvernig við nálguðumst verkefnið.“

Hægt er sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×