Íslenski boltinn

Þróttarar sluppu úr fallsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Þróttur Reykjavík komst upp úr fallsæti í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Valbjarnarvellinum. Eftir þessi úrslit sitja Völsungur og KF í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

BÍ/Bolungarvík var búið að vinna tvo leiki í röð og átti möguleika á að komast upp að hlið Grindavíkur í öðru sætinu tækist liðinu að taka öll þrjú stigin vestur. Það tókst hinsvegar ekki.

Arnþór Ari Atlason kom Þrótti í 1-0 á 17. mínútu en Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.

Árni Þór Jakobsson kom Þrótti aftur yfir á 50. mínútu og fjórtán mínútum síðar skoraði Andri Björn Sigurðsson þriðja mark Þróttara. Hafsteinn Rúnar Helgason náði að minnka muninn í uppbótartíma leiksins.

Þróttur vann þarna sinn annan leik í röð og hefur náð í níu stig úr fimm leikjum síðan að Zoran Miljkovic tók við af Páli Einarssyni.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×