Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júlí 2013 15:23 Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér. Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira