Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júlí 2013 15:23 Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira