Íslenski boltinn

Helgi í Aftureldingu

Helgi með Óla Val Steindórssyni, formanni meistaraflokksráðs Aftureldingar.
Helgi með Óla Val Steindórssyni, formanni meistaraflokksráðs Aftureldingar. Mynd/Afturelding
Helgi Sigurðsson mun spila með Aftureldingu til loka tímabilsins en félagið tilkynnti um komu hans í dag. Helgi er 39 ára gamall sóknarmaður sem var síðast hjá Fram.

Helgi á langan feril að baki en hann var lengi í atvinnumennsku og á að baki fjölda leikja með íslenska landsliðinu.

Hann var aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar hjá Fram en fór frá félaginu þegar að Þorvaldur Örlygsson hætti.

Afturelding er sem stendur í efsta sæti 2. deildar karla með sextán stig. Helgi getur þó ekki spilað með liðinu fyrr en opnað verður fyrir félagaskipti þann 15. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×