Hundurinn Lúkas snýr aftur Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 12:51 Lúkas var talinn látinn, en birtist svo á vappi í Vaðlaheiði. Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna. Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna.
Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira