Hundurinn Lúkas snýr aftur Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 12:51 Lúkas var talinn látinn, en birtist svo á vappi í Vaðlaheiði. Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna. Lúkasarmálið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna.
Lúkasarmálið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira