Sport

Neyddust til þess að skila bronsverðlaununum

Á meðfylgjandi mynd má sjá stúlknalandsliðið, frá vinstri Gyða Einarsdóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Lilja Björk Ólafsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir og Kristjana Ýr Kristinsdóttir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá stúlknalandsliðið, frá vinstri Gyða Einarsdóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Lilja Björk Ólafsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir og Kristjana Ýr Kristinsdóttir. mynd/fimleikasambandið

Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum þurfti að skila bronsverðlaununum sem liðið vann um helgina á Norðurlandamóti unglinga en mótið fór fram í Noregi.

Mótshaldarar gerðu mistök í útreikningi og það voru þjálfarar íslenska liðsins sem uppgötvuðu mistökin og tilkynntu mótshöldurum um þau.

Íslensku stelpurnar afhentu í kjölfarið liði Finnlands bronsverðlaunapeningana sem þær höfðu fengið degi áður.

Var mikið klappað fyrir íslenska liðinu og fengu allir í hópnum hrós fyrir heiðarlega framkomu og sanna íþróttamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×