Fótbolti

Gunnar Þorsteinsson eini nýliðinn hjá Eyjólfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Þorsteinsson ásamt David James í leik ÍBV gegn FH á dögunum.
Gunnar Þorsteinsson ásamt David James í leik ÍBV gegn FH á dögunum. Mynd/Daníel

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM í Jerevan fimmtudaginn 6. júní.

Íslenska liðið hefur leikið einn leik í keppninni. Þá vannst frækinn útisigur á liði Hvít-Rússa.

Hópurinn er sá sami og fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi að því undanskildu að Gunnar Þorsteinsson, leikmaður ÍBV, kemur inn í hópinn í stað Sverris Inga Ingasonar sem er í leikbanni.

Þjóðirnar hafa tvisvar áður mæst í þessum aldursflokki og var það í undankeppni fyrir EM 2000. Armenar höfðu þá betur ytra en Íslendingar unnu 2-0 á Kaplakrikavelli.

Markverðir

Rúnar Alex Rúnarsson, KR

Frederik August Albrecht Schram Dragör Boldklub

Aðrir leikmenn

Jón Daði Böðvarsson, Viking

Hörður Björgvin Magnússon, Juventus

Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg 08

Arnór Ingvi Traustason, Keflavík

Emil Atlason, KR

Andri Rafn Yeoman, Breiðablik

Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV

Emil Pálsso, FH

Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram

Hjörtur Hermannsson, PSV

Kristján Gauti Emilsson, FH

Orri Sigurður Ómarsson, AGF

Oliver Sigurjónsson, AGF

Gunnar Þorsteinsson, ÍBV

Andri Adolphsson, ÍA

Davíð Þór Ásbjörnsson, Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×