Íslenski boltinn

Sytnik kominn til Grindavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sytnik, til hægri, í leik með ÍBV.
Sytnik, til hægri, í leik með ÍBV. Mynd/HAG
Denis Sytnik, fyrrum leikmaður ÍBV, er kominn til Grindavíkur og mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Sytnik er 26 ára gamall framherji sem kemur frá Úkraínu en hann skoraði alls sex mörk í 32 leikjum með ÍBV í deild og bikar.

Grindavík missti þá Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye fyrir tímabilið en eru með Stefán Þór Pálsson, lánsmann frá Breiðabliki, og Magnús Björgvinsson.

Grindavík tapaði fyrir Víkingi R. í fyrstu umferð 1. deildarinnar. Liðið mætir Haukum á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×