Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið 3. maí 2013 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent