Ingvar og Jónas hættir að dæma saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2013 13:53 Mynd/Óskar Andri Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00
Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29