Fótbolti

Mánaðarbið á enda hjá Kristjáni Erni og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson
Kristján Örn Sigurðsson Mynd/Anton
Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Hönefoss unnu 2-1 útisigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins í meira en mánuð.

Kristján Örn er fyrirliði Hönefoss-liðsins og spilar sem miðvörður við hlið Aleksander Solli. Það var einmitt Solli sem skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu.

Mikkel Vendelbo kom Hönefoss í 1-0 á 44. mínútu leiksins en Giancarlo González jafnaði fyrir Vålerenga á 63. mínútu.

Kristján spilaði allan leikinn en Arnór Sveinn Aðalsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Þetta var langþráður fyrir Kristján Örn og félaga en Hönefoss var búið að gera þrjú jafntefli í röð og hafði ekki unnið deildarleik síðan 2. apríl eða í fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×