Íslenski boltinn

Breiðablik varð Lengjubikarmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að Breiðablik varð í dag Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Val í úrslitaleik.

Blikar komust í 3-1 forystu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Fyrsta markið var sjálfsmark Matarr Jobe en Árni Vilhjálmsson og Elfar Árni Aðalsteinsson bættu við.

Kolbeinn Kárason skoraði mark Vals í síðari hálfleik og Ian Williamson það síðara í seinni hálfleik. Úlfar Hrafn Pálsson komst nálægt því að jafna metin fyrir undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki.

Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðablik verður deildarbikarmeistari.

Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×