Fjórtán nýir Framsóknarþingmenn Karen Kjartansdóttir skrifar 10. apríl 2013 18:44 Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira