Fjórtán nýir Framsóknarþingmenn Karen Kjartansdóttir skrifar 10. apríl 2013 18:44 Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. Fátt má út af bregða til að Steingrímur J. Sigfússon, detti út af þingi. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2. Heildarfjöldi svarenda var 1799 manns í samræmi við stærð kjördæma. Þorkell Helgason, stærðfræðingur fór svo yfir gögnin og bætti við ýmsum forsendum, svo sem kjörsókn og samræmdi kjördæmistölur við landstölur. Samkvæmt þessu gæti niðurstaðan orðið þessi. Björt framtíð fær sjö þingmenn, Framsókn fær 23 þingmenn en fékk níu síðast, Sjálfstæðisflokkur fær sextán þingmenn eða sama fjölda og síðast, Samfylkingin fær átta menn en fékk tuttugu síðast. Vinstri græn fá sex þingmenn en fengu áður fjórtán. Píratar fá svo fjóra menn. En lítum nú á skiptingu eftir landshlutum. Í norðvesturkjördæmi ná Björt framtíð inn einum manni, Framsókn fjórum, Sjálfstæðismenn ná tveimur, Samfylking engum en Vinstri græn einum. Í norðausturkjördæmi fær Björt framtíð engan, Framsókn fimm, Sjálfstæðismenn tvo, Samfylking einn, Vinstri græn einn og Píratar einn. Í suðurkjördæmi kemur Björt framtíð engum manni inn, Framsókn sex, Sjálfstæðismenn þremur, Samfylking einum og Vinstri græn og Píratar engum. Í suðvesturkjördæmi kemur Björt framtíð tveimur að, Framsókn fjórum, Sjálfstæðisflokkur fjórum, Samfylking tveimur, vinstri græn engum en Píratar einum. Í Reykjavík suður nær Björt framtíð inn tveimur mönnum, Framsókn tveimur, Sjálfstæðisflokkur tveimur, Samfylking þremur, Vinstri græn einum og Píratar einum. Í Reykjavík norður fær Björt framtíð tvo menn, Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur þrjá, Samfylking einn, Vinstri græn tvo og Píratar einn. Í meðfylgjandi myndbandi má finna nánari upplýsingar um það hverjir eru á leið á þing, samkvæmt niðurstöðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira