Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins 3. apríl 2013 19:03 Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi. Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira