Sport

HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2

Jón Júlíus Karlsson skrifar
HK er bikarmeistari í blaki.
HK er bikarmeistari í blaki. Mynd/Rúv
HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla.

Stjarnan vann fyrstu hrinu 25-14 en HK svöruðu með sigri í annarri hrinu 25-17. Stjörnumenn náðu aftur forystunni í þriðju hrinu með góðum leik, 25-18. Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari HK, tók leikhlé í þriðju hrinu og flutti þrumuræðu sem lengi verður í minnum höfð en þar lét hún meðal annars þau fleygu orð falla að það væri viðbjóður að sjá sína menn spila. Nánar um það hér.

Þrumuræða Elsu kveikti í HK-mönnum sem léku vel í kjölfarið. Þeir unnu fjórðu hrinu 25-23 og náðu þar með að knýja fram oddahrinu. HK-menn létu svo kné fylgja kviði og unnu sigur í oddahrinunni, 15-10.

Orri Þór Jónsson var atkvæðamestur hjá HK með 16 stig og Brynjar Júlíus Pétursson kom næstur með 14 stig. Hjá Stjörnunni átti Róbert Karl Hlöðversson góðan leik og skoraði 22 stig og Emil Gunnarsson var með 14 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×