Fótbolti

Galatasaray skellti Schalke

Altintop fagnar í kvöld.
Altintop fagnar í kvöld.
Galatasaray er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur, 2-3, á Schalke í Þýskalandi. Tyrkneska liðið vinnur rimmuna 4-3 samanlagt.

Tyrkirnir sterkari framan af og fengu fyrstu færi leiksins. Það voru engu að síður heimamenn sem komust fyrst á blað.

Markið skoraði Roman Neustadter eftir hornspyrnu og atgang í teignum. Altintop jafnaði svo leikinn með stórkostlegu skoti af um 25 metra færi.

Rétt fyrir hlé slapp markaskorarinn Burak Yilmaz inn fyrir vörn heimamanna og hann lyfti yfir markvörð Schalke. Skemmtilegt og afar mikilvægt mark.

Schalke setti aftur spennu í leikinn er Michel Bastos skoraði á 63. mínútu. Þung sókn hjá Schalke endaði með því að Bastos kom boltanum yfir línuna.

Þjóðverjarnir lögðu allt í sölurnar undir lokin en það var varamaðurinn Umut Bulut sem skoraði þriðja mark Galatasaray úr skyndisókn í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×