Tíska og hönnun

Anna Wintour fær nýtt starf

Anna Wintour, ritstýra bandaríska Vogue til 25 ára, hefur fengið stöðu sem listrænn stjórnandi útgáfurisans Condé Nast. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Anna Wintour er valdamesta kona tískuheimsins.
Staðan var sérstaklega búin til fyrir Wintour til að halda henni innan fyrirtækisins næstu árin, en hún mun þó ekki víkja frá starfi sínu hjá Vogue. Conde Nast gefur út tímarit á borð við Vanity Fair, the New Yorker, Glamour, GQ og að sjálfsögðu Vogue. Með því að taka við nýja starfinu er Wintour ekki bara valdamesta konan í tískuheiminum, heldur er hún orðin ein valdamesta konan í útgáfubransanum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×