Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Karen Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2013 19:04 Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira