Sport

Háspenna lífshætta fyrir norðan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björninn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta ári.
Björninn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta ári. Mynd/Valli
SA Víkingar og Björninn mætast í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí norðan heiða. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingarnir að norðan urðu deildarmeistarar á dögunum eftir sigur á Birninum í lokaleik liðanna í Egilshöllinni. Fyrir vikið tryggðu þeir sér heimaleikjaréttinn sem gæti reynst dýrmætur þegar uppi er staðið.

Leikir liðanna í vetur hafa verið sérstaklega spennandi. Öllum hefur lokið með eins marks sigri og hafa tveir leikjanna sex farið í framlengingu. SA Víkingar hafa unnið fjóra leiki en Björninn tvo. Athygli vekur að fjórir af leikjunum sex hafa unnist á útivelli.

Björninn á Íslandsmeistaratitil að verja en liðið varð meistari eftir sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í fjórum leikjum árið 2012. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 en hér fyrir neðan má sjá leikjadagskrána.

Fimmtudagur 21. mars kl. 19, Egilshöll.

Laugardagur 23. mars kl. 17, Skautahöllin á Akureyri

Mánudagur 25. mars kl. 19, Egilshöll (ef til leiksins kemur)

Miðvikudagur 27. mars kl. 19, Skautahöllin á Akureyri (ef til leiksins kemur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×