Sport

Gunnar Nelson berst í Las Vegas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí.

Frá þessu er greint á bardagasíðunni mmajunkie.com en UFC á þó enn eftir að staðfesta bardagann formlega. Bardaginn fer fram þann 25. maí í MGM-höllinni en ekki liggur ljóst fyrir hvar í röðinni bardagi Gunnars verður.

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, skrifar á Facebook í morgun:

„Það lítur út fyrir að við séum á leið til Vegas í lok maí," skrifar Haraldur sem rennir stoðum undir að heimildir ofangreindar vefsíðu séu traustar.

Gunnar Nelson er ósigraður í blönduðum bardagalistum, MMA, og einnig sigrað í báðum UFC-bardögum sínum. Hann lagði Jorge Santiago í London fyrir tæpur tveimur vikum.

Mike Pyle, mótherji Gunnars, er 37 ára og hefur unnið þrjá síðustu bardaga sína og sex af síðustu sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×