Tíska og hönnun

Kate Moss gekk fyrir Louis Vuitton

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Kate Moss snéri aftur á sýningarpallana á sýningu Louis Vuitton í gær, en hún hefur ekki tekið beinan þátt í tískuvikunni síðan hún lokaði sýningu sama tískuhúss árið 2011. Moss og Marc Jacobs, yfirhönnuði Vuitton, er vel til vina og hann hefur eflaust fengið hana til að vera með í þetta skiptið.

Kate tók þá ákvörðun að yfirgefa sýningarpallana að mestu leiti árið 2004, en gerir undantekningar einstaka sinnum. Í þetta sinn var hún klædd í guðdómlegan bláan blúndukjól með stutt, svart hár.

Kate Moss en engri lík.
Margir segja Cöru Delevingne vera næstu Kate Moss. Hún gekk einnig fyrir Louis Vuitton í gær.
Kate Moss ber af á sýningarpöllunum. Hún gekk fyrir Marc Jacobs í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×