Frábær skáktilþrif í Hörpu 24. febrúar 2013 11:48 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira