Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 28. febrúar 2013 11:07 FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira