Handbolti

Þorbjörn Jensson aðstoðar Heimi hjá Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Heimis Ríkharðssonar hjá N1-deidarliði Vals.

Heimir var ráðinn eftir að stjórn handknattleiksdeildar Vals komst að samkomulagi við Patrek Jóhannessyni um að láta af störfum hjá félaginu.

Þorbjörn er margreyndur þjálfari en hefur haldið sig að mestu frá þjálfun síðan hann hætti með landsliðið árið 2001. Þá hafði hann stýrt landsliðinu í sex ár en hann áður hafði hann gert Val fjórum sinnum að Íslandsmeisturum frá árunum 1991 til 1995.

Valur mætir næst FH á útivelli í N1-deild karla. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld en liðið er í næstneðsta sæti N1-deildar karla með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×