Handbolti

Undanúrslitin klár í Símabikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir.

Valur og Fram sluppu við hvort annað í Símabikar kvenna. ÍBV og Valur mætast í öðrum leiknum og Grótta og Fram í hinum. Valur og Fram eru sterkustu lið deildarinnar og búast nú flestir við að þau mætist í bikarúrslitaleiknum.

Hjá körlunum eru þetta tvær viðureignir á milli liða í N1 deild karla og 1. deild karla. Akureyri drógst á móti 1. deildarliði Stjörnunnar og 1. deildarlið Selfoss tekur á móti ÍR.

Undanúrslitaleikirnir í Símabikar karla fara fram föstudaginn 8. mars en undanúrslitin í Símabikar kvenna eru daginn eftir. Báðir úrslitaleikirnir eru síðan spilaðir sunnudaginn 10. mars.

Símabikar kvenna - undanúrslit 2013:

ÍBV - Valur

Grótta - Fram

Símabikar karla - undanúrslit 2013:

Akureyri - Stjarnan

Selfoss - ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×