Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Akureyri 30-23 Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 Myndir/Valli Framarar unnu í dag öruggan 7 marka sigur á Akureyringum í N1-deild karla. Eftir að hafa leitt allan leikinn kláraði góður sprettur heimamanna undir lokin leikinn. Liðin hafa átt misgóðu gengi að fagna síðastliðnar vikur, Framarar höfðu fyrir leikinn unnið síðustu fjóra leiki og voru á góðri siglingu. Akureyringum hefur hinsvegar gengið illa síðustu vikur, aðeins fengið eitt stig úr síðustu 5 leikjum í deildinni. Framarar byrjuðu leikinn betur og náðu fjögurra marka forystu í stöðunni 7-3. Þá tóku Akureyringar leikhlé sem lagaði leik þeirra verulega og náðu þeir fljótlega að jafna.Heimamenn náðu fljótlega forskotinu aftur en gestirnir með Guðmund Helgason og Geir Guðmundsson fremsta í sóknarleiknum voru aldrei langt undan. Staðan var 13-12 fyrir Fram í hálfleik. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, heimamenn byrjuðu á kafla þar sem þeir skoruðu 5 mörk gegn aðeins einu og voru komnir aftur með veglegt forskot. Gestirnir reyndu hvað sem þeir gátu til að minnka muninn og náðu honum minnst niður í tvö mörk þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir en lengra komust þeir ekki og gerðu Framarar út um leikinn á síðustu mínútum leiksins. Guðmundur Helgason, Geir Guðmundsson og Bergvin Þór Gíslason héldu upp sóknarleik Akureyringa lengst af, það var ekki fyrr en á 49. mínútu sem einhver annar leikmaður Akureyrar skoraði. Í liði Framara var Sigurður Eggertsson markahæstur með 6 mörk ásamt því að Stefán Darri Þórsson og Haraldur Þorvarðarson bættu við 5 mörkum hvor. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Safamýrina og tók myndirnar hér fyrir ofan.Leikir dagsins: 17.00 Fram - Akureyri 17.00 Afturelding - HK 19.30 FH - Valur 19.30 ÍR - Haukar Einar: Lítum vel út„Það er allt annað að sjá til liðsins þessa dagana heldur en þá, við vorum flottir í dag og núna verðum við bara að horfa áfram," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Einar var ekki ánægður með liðið sitt þegar liðin mættust í annarri umferð en allt annað er að sjá til liðsins í dag. „Við erum á fínu skriði og lítum ágætlega út. Við erum búnir að vinna fyrir þessu, við erum búnir að vera duglegir og einbeittir og það er að skila sér í góðum frammistöðum. Þetta er mikil vinna og við erum að uppskera núna." Framarar eru búnir að vera á góðu skriði og var þetta fimmti sigurleikurinn í röð í deildinni. „Við vorum með ágætis tök á leiknum en þegar maður er að spila á móti Akureyri þá verðuru að passa þig. Gummi var frábær í dag, gjörsamlega óstöðvandi. Ef að einhver af hinum leikmönnunum hefði dottið í gang þá hefði þetta orðið mjög erfitt." „Þeir voru að spila í bikarnum og kannski hjálpaði það okkur, við fengum góðan undirbúning undir þetta. Við höfðum góð tök á leiknum og kláruðum þetta sannfærandi." Með sigrinum ná Framara að aðgreina sig svolítið frá HK og Akureyri eftir leiki dagsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. „Það þýðir ekkert að hugsa um annað en næstu æfingu og næsta leik. Það er sama gamla tuggan, sama klisjan. Við getum ekki leyft okkur að hugsa um úrslitakeppnina strax, við erum komnir aðeins frá fallbaráttunni og það er bara jákvætt. Núna verðum við bara að halda áfram að gera okkar hluti, reyna að bæta okkur og sjá hverju það skilar okkur," sagði Einar. Bjarni: Lokastaðan gefur ekki rétta mynd af leiknum„Það fjarar aðeins út síðustu 5 mínúturnar og lokastaðan gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum," sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari Akureyrar eftir leikinn. „Við vorum inn í leiknum allt þar til að við fáum á okkur seinustu tveggja mínútna brottvísunina. Þá setja þeir tvö mörk á okkur með skömmu millibili og kláruðu leikinn." „Við vorum ekkert þreyttari en þeir, við vorum einfaldlega að klikka úr mörgum góðum færum og það tekur á andlega. Það er eitthvað sem við getum bent á sem varð okkur að falli frekar en eitthvað annað," Akureyringar lentu í basli með brottvísanir en þeir fengu sjö gegn aðeins einni frá Frömurum. „Við fengum rosalega margar brottvísanir og það er gríðarlega erfitt þegar þú ert manni færri einn fjórða af leiknum. Það gefur augaleið að það er ekki að hjálpa liðinu," Bjarni var annars nokkuð brattur þrátt fyrir litla stigasöfnun í síðustu leikjum í deildinni. „Við erum búnir að vera spila mjög vel upp á síðkastið, tökum jafntefli á Hlíðarenda og vinnum FH í bikarnum. Núna er bara að halda áfram," sagði Bjarni. Sigurður: Erum búnir að vera heitir eftir áramót„Við erum búnir að vera heitir eftir áramót, það er núna komnir hvað, 5 sigurleikir í deildinni í röð og það er gott," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er líka helvíti gott að klára Akureyringana, við erum búnir að vera í miklu veseni með leikina gegn þeim og það er gott að vinna þá loksins. Við vorum lélegir þegar liðin mættust hérna síðast, vorum eflaust eitthvað hræddir að þeir ætluðu að lemja okkur en við mættum með hörku í dag." „Við komum vel inn í þetta en hleyptum þeim inn í þetta aftur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við alltaf með forskot, þetta datt aldrei í veruleg óþægindi þótt þetta væri stundum tæpt og mér fannst við alltaf hafa þetta í seinni hálfleik." Framarar eru hægt og bítandi að komast í betri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, með sigrinum í dag náðu þeir ágætis bili á bæði HK og Akureyringa. „Það er notalegt að vera kominn með smá bil á næstu lið. Við erum með þunnan hóp en þegar við erum fullskipaðir þá höfum við held ég ekki tapað leik. Núna er bara að halda þessu áfram, vona að allir haldist heilir og sjá hvert við förum," sagði Sigurður.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Framarar unnu í dag öruggan 7 marka sigur á Akureyringum í N1-deild karla. Eftir að hafa leitt allan leikinn kláraði góður sprettur heimamanna undir lokin leikinn. Liðin hafa átt misgóðu gengi að fagna síðastliðnar vikur, Framarar höfðu fyrir leikinn unnið síðustu fjóra leiki og voru á góðri siglingu. Akureyringum hefur hinsvegar gengið illa síðustu vikur, aðeins fengið eitt stig úr síðustu 5 leikjum í deildinni. Framarar byrjuðu leikinn betur og náðu fjögurra marka forystu í stöðunni 7-3. Þá tóku Akureyringar leikhlé sem lagaði leik þeirra verulega og náðu þeir fljótlega að jafna.Heimamenn náðu fljótlega forskotinu aftur en gestirnir með Guðmund Helgason og Geir Guðmundsson fremsta í sóknarleiknum voru aldrei langt undan. Staðan var 13-12 fyrir Fram í hálfleik. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, heimamenn byrjuðu á kafla þar sem þeir skoruðu 5 mörk gegn aðeins einu og voru komnir aftur með veglegt forskot. Gestirnir reyndu hvað sem þeir gátu til að minnka muninn og náðu honum minnst niður í tvö mörk þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir en lengra komust þeir ekki og gerðu Framarar út um leikinn á síðustu mínútum leiksins. Guðmundur Helgason, Geir Guðmundsson og Bergvin Þór Gíslason héldu upp sóknarleik Akureyringa lengst af, það var ekki fyrr en á 49. mínútu sem einhver annar leikmaður Akureyrar skoraði. Í liði Framara var Sigurður Eggertsson markahæstur með 6 mörk ásamt því að Stefán Darri Þórsson og Haraldur Þorvarðarson bættu við 5 mörkum hvor. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Safamýrina og tók myndirnar hér fyrir ofan.Leikir dagsins: 17.00 Fram - Akureyri 17.00 Afturelding - HK 19.30 FH - Valur 19.30 ÍR - Haukar Einar: Lítum vel út„Það er allt annað að sjá til liðsins þessa dagana heldur en þá, við vorum flottir í dag og núna verðum við bara að horfa áfram," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Einar var ekki ánægður með liðið sitt þegar liðin mættust í annarri umferð en allt annað er að sjá til liðsins í dag. „Við erum á fínu skriði og lítum ágætlega út. Við erum búnir að vinna fyrir þessu, við erum búnir að vera duglegir og einbeittir og það er að skila sér í góðum frammistöðum. Þetta er mikil vinna og við erum að uppskera núna." Framarar eru búnir að vera á góðu skriði og var þetta fimmti sigurleikurinn í röð í deildinni. „Við vorum með ágætis tök á leiknum en þegar maður er að spila á móti Akureyri þá verðuru að passa þig. Gummi var frábær í dag, gjörsamlega óstöðvandi. Ef að einhver af hinum leikmönnunum hefði dottið í gang þá hefði þetta orðið mjög erfitt." „Þeir voru að spila í bikarnum og kannski hjálpaði það okkur, við fengum góðan undirbúning undir þetta. Við höfðum góð tök á leiknum og kláruðum þetta sannfærandi." Með sigrinum ná Framara að aðgreina sig svolítið frá HK og Akureyri eftir leiki dagsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. „Það þýðir ekkert að hugsa um annað en næstu æfingu og næsta leik. Það er sama gamla tuggan, sama klisjan. Við getum ekki leyft okkur að hugsa um úrslitakeppnina strax, við erum komnir aðeins frá fallbaráttunni og það er bara jákvætt. Núna verðum við bara að halda áfram að gera okkar hluti, reyna að bæta okkur og sjá hverju það skilar okkur," sagði Einar. Bjarni: Lokastaðan gefur ekki rétta mynd af leiknum„Það fjarar aðeins út síðustu 5 mínúturnar og lokastaðan gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum," sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari Akureyrar eftir leikinn. „Við vorum inn í leiknum allt þar til að við fáum á okkur seinustu tveggja mínútna brottvísunina. Þá setja þeir tvö mörk á okkur með skömmu millibili og kláruðu leikinn." „Við vorum ekkert þreyttari en þeir, við vorum einfaldlega að klikka úr mörgum góðum færum og það tekur á andlega. Það er eitthvað sem við getum bent á sem varð okkur að falli frekar en eitthvað annað," Akureyringar lentu í basli með brottvísanir en þeir fengu sjö gegn aðeins einni frá Frömurum. „Við fengum rosalega margar brottvísanir og það er gríðarlega erfitt þegar þú ert manni færri einn fjórða af leiknum. Það gefur augaleið að það er ekki að hjálpa liðinu," Bjarni var annars nokkuð brattur þrátt fyrir litla stigasöfnun í síðustu leikjum í deildinni. „Við erum búnir að vera spila mjög vel upp á síðkastið, tökum jafntefli á Hlíðarenda og vinnum FH í bikarnum. Núna er bara að halda áfram," sagði Bjarni. Sigurður: Erum búnir að vera heitir eftir áramót„Við erum búnir að vera heitir eftir áramót, það er núna komnir hvað, 5 sigurleikir í deildinni í röð og það er gott," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er líka helvíti gott að klára Akureyringana, við erum búnir að vera í miklu veseni með leikina gegn þeim og það er gott að vinna þá loksins. Við vorum lélegir þegar liðin mættust hérna síðast, vorum eflaust eitthvað hræddir að þeir ætluðu að lemja okkur en við mættum með hörku í dag." „Við komum vel inn í þetta en hleyptum þeim inn í þetta aftur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við alltaf með forskot, þetta datt aldrei í veruleg óþægindi þótt þetta væri stundum tæpt og mér fannst við alltaf hafa þetta í seinni hálfleik." Framarar eru hægt og bítandi að komast í betri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, með sigrinum í dag náðu þeir ágætis bili á bæði HK og Akureyringa. „Það er notalegt að vera kominn með smá bil á næstu lið. Við erum með þunnan hóp en þegar við erum fullskipaðir þá höfum við held ég ekki tapað leik. Núna er bara að halda þessu áfram, vona að allir haldist heilir og sjá hvert við förum," sagði Sigurður.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira