Knox Jolie-Pitt, sonur Angelinu Jolie og Brad Pitt, er alveg nákvæmlega eins og pabbi sinn. Það sást vel þegar hann eyddi tíma í Los Angeles um helgina með foreldrum sínum og tvíburasystur sinni Vivienne.
Knox var svartklæddur eins og faðir sinn, með svipuð sólgleraugu og sama, fallega, gyllta hárið.
Ekki er ólíklegt að hann feti líka sömu braut og faðir sinn í lífinu en systir hans Vivienne er strax byrjuð í bransanum. Hún leikur á móti móður sinni í kvikmyndinni Maleficent sem kemur í kvikmyndahús í mars á næsta ári.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.
Lífið